BEIÐNI UM AÐLÖGUN AÐ VIRKJUN OG NOTKUN RAFRÆNNA SKILRÍKJA

SKREF 1 AF 3


Samkvæmt 7. gr. a laga nr. 85/2018, um jafna meðferð utan vinnumarkaðar skulu fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök og opinberir aðilar gera nauðsynlegar og viðeigandi breytingar og lagfæringar, sé þeirra þörf í sérstöku tilviki, til að gera fötluðum einstaklingi kleift að nýta sér eða fá notið samfélagsins utan vinnumarkaðar til jafns við aðra, enda séu þær ráðstafanir ekki of íþyngjandi eða umfram það sem eðlilegt má teljast.

Vilji einstaklingur með fötlun biðja um aðlögun þarf að fylla út vefformið hér fyrir neðan. Auðkenni mun í framhaldi meta út frá efni viðkomandi beiðni hvort mögulegt er að gera breytingar eða lagfæringar á verklagi eða þjónustuframboði Auðkennis sem gerir viðkomandi einstaklingi með fötlun sjálfum kleift að nýta sér rafræn skilríki.
Fylla þarf í alla reiti merkta *

Vinsamlega athugið:
  • Útgáfa fullgildra rafrænna skilríkja, eins og Auðkenni stendur að, er bundin mjög ströngum skilyrðum og útgáfan sætir miklu eftirliti í þeim tilgangi að tryggja að eftir skilyrðunum sé unnið. Er það gert til þess að tryggja að fullt traust sé á útgefnum skilríkjum Auðkennis.
  • Til þess að umsækjandi geti fengið útgefin skilríki þarf viðkomandi að komast í gegnum hið hefðbundna afgreiðsluferli, þar sem umsækjandi er m.a. beðinn um að velja sér sér leyninúmer sem enginn annar hefur upplýsingar um. Heimilt er að veita umsækjanda aðstoð aðra en þá sem beinlínis afhjúpar fyrir aðstoðarmanninum hvaða leyninúmer (PIN-númer) umsækjandi velur.
  • Auðkenni er undir öllum kringumstæðum óheimilt að afhenda öðrum en skilríkjahafa sjálfum rafræn skilríki. Beiðni um aðlögun má því ekki tilgreina aðgerðir sem krefjast aðkomu annars einstaklings en skilríkjahafa.
  • Ef einstaklingar telja sig geta beitt rafrænum skilríkjum eins og verklagið er í dag en hafa af einhverjum ástæðum ekki komist í gegnum það ferli á skráningarstöð, þá bendum við viðkomandi á að koma til Auðkennis og sækja um skilríki áður en óskað er eftir aðlögun.